mánudagur, febrúar 27, 2006

Þorrablót

Þorrablót Íslendigafélagsins hér í London var á laugardaginn. Vinnufélagar Sindra (ekki bara Íslendingarnir) mættu og smökkuðu meðal annars hákarl og Íslenskt brennivín en voru mis hrifin, sem ég get alveg skilið. Finnur sló í gegn, mætti í skotapilsi og komst í trommurnar hjá Páli Óskari og Milljónamæringunum sem spiluðu fyrir dansi.

Ég er búin að setja inn nokkrar myndir frá Þorrablótinu í febrúar albúmið mitt – þar er líka að finna myndir af kollegum mínum úr skólanum o.fl.

Á morgun er svo landsleikur Trinidad & Tobago v. Iceland, við erum ekki enn búin að fara á fótboltaleik hérna í London, svo að þetta verður gaman – áfram Ísland!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Solla, afsakaðu þetta með daginn eftir þorrablótið, en þetta var "stuð-blót" ef marka má myndirnar!
Kveðja Alda Björk

miðvikudagur, 1. mars 2006 kl. 15:24:00 GMT  

Skrifa ummæli

<< Home