Japanskur matur og gay klúbbur
Fórum á japanskan veitingastað í gærkvöldi, Benihana á Piccadilly, með Finni og Alberti sem eru í heimsókn hjá okkur um helgina. Það sem er spes við að fara út að borða þarna er að kokkurinn eldar ofaní mann fyrir framan okkur og gerir alskonar listir með kryddstauka og áhöld. Þessi kokkur eldaði fyrir okkur. Ótrúlega skemmtilegt. Mæli eindregið með því að fara þangað ef þið ætlið eitthvað grand, og mundið að panta með góðum fyrirvara til að fá borð. Við fórum á barinn og fengum okkur drykki fyrir mat, ég fékk mér white russian, mmm..... og túnfisksteik með engifer og steiktum hvítlauk í aðalrétt, mjög gott. Við fengum líka súpu, sallat og forrétt sem við vissum ekki að væri innifalið. Alltaf að græða! Dæmi um hvað heimurinn er lítill voru einmitt hópur af fullum íslendingum inni á staðnum, við létum bara lítið fyrir okkur.
Klukkan var orðin tólf þegar við vorum búin að borða og flestir pöbbar lokaðir svo við röltum inní Soho til að finna stað til að djamma á. Löbbuðum svo framhjá einum stað en Sindri var fljótur að átta sig á því að það var bara strákar inná þessum stað. Ákvaðum þess vegna að leita betur. Stuttu seinna voru tvier stæltir karlmenn í stuttermabolum í hörkusleik upp við vegg... við vorum greinilega komin inn í gay stemmninguna.
Fundum svo klúbb sem hét Freedom, þar voru bæði stelpur og strákar sem betur fer. En dálítið gay staður engu að síður. Við sátum á móti tveim ungum strákum sem létu vel hvort að öðrum, voða sætt. Það sátu líka fjórar stelpur á borði rétt hjá og Finnur ákvað að bjóða þeim til okkar, þær komu reyndar aldrei til okkar. Heldur kom ein þeirra, nokkru seinna til mín og settist hjá mér og hallaði sér fram svo að barmurinn ... he he he... ég stal víst dömunni hans Finns.
Klukkan var orðin tólf þegar við vorum búin að borða og flestir pöbbar lokaðir svo við röltum inní Soho til að finna stað til að djamma á. Löbbuðum svo framhjá einum stað en Sindri var fljótur að átta sig á því að það var bara strákar inná þessum stað. Ákvaðum þess vegna að leita betur. Stuttu seinna voru tvier stæltir karlmenn í stuttermabolum í hörkusleik upp við vegg... við vorum greinilega komin inn í gay stemmninguna.
Fundum svo klúbb sem hét Freedom, þar voru bæði stelpur og strákar sem betur fer. En dálítið gay staður engu að síður. Við sátum á móti tveim ungum strákum sem létu vel hvort að öðrum, voða sætt. Það sátu líka fjórar stelpur á borði rétt hjá og Finnur ákvað að bjóða þeim til okkar, þær komu reyndar aldrei til okkar. Heldur kom ein þeirra, nokkru seinna til mín og settist hjá mér og hallaði sér fram svo að barmurinn ... he he he... ég stal víst dömunni hans Finns.
2 Comments:
Þú verður að linka á mig.
kv. allý
Búið og gert!
Skrifa ummæli
<< Home