miðvikudagur, mars 01, 2006

Trinidad & Tobago v Iceland

Vináttuleikur í fótbolta, Trinidad & Tobago gegn Íslandi, var haldinn hér í London í gærkvöldi – í skíta kulda. Ég vann tvo miða frá Icelandair Lucky Fares og nokkrir vinnufélagar Sindra voru búnir að kaupa miða á leikinn. En því miður voru númeruð sæti og ég og Sindri gátum ekki setið með hinum, reyndum að finna leið niður en gekk ekki. Við sáum þó Íslenska fánann hans Finns fyrir neðan okkur. 7890 manns mættu á leikinn og hvað ætli hafi verið margir Íslendingar á leiknum – kannski 70? Við héldum auðvitað að Ísland myndi vinna (af því að þeir eru bestir) þar til 10 mín voru liðnar og andstæðingarnir höfðu þegar skorað sitt fyrsta mark. Leikurinn fór 2-0 fyrir T&T. Íslendingar kunna bara ekkert í fótbolta greyjin, nema Eiður.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var rosalega "súrt" tapleikur og þið tvö ekki í íslenska hópnum.
Heldur þú að þið farið aftur á fótboltaleik ?
Kveðja
Alda Björk

fimmtudagur, 2. mars 2006 kl. 21:49:00 GMT  
Blogger Ally said...

Vó gellan bara allt í einu orðin tryllt í bloggfærslum. Og maður er nánast hættur að kíkja af því að þú bloggar aldrei...........
Er þetta semsagt það sem koma skal?;)

laugardagur, 4. mars 2006 kl. 00:22:00 GMT  
Blogger Solla said...

Ég held að nái þó ekki að verða jafn tryllt og þú, sama hvað ég reyni...

laugardagur, 4. mars 2006 kl. 11:52:00 GMT  
Blogger Ally said...

Nei það lítur ekki út fyrir það;)

miðvikudagur, 22. mars 2006 kl. 10:58:00 GMT  

Skrifa ummæli

<< Home