fimmtudagur, mars 30, 2006

Sól sól skin á mig...

Vorið er að koma og ég tók eftir flví í dag að laufin eru að springa út á trjánum – og mér er ekki lengur kallt. Komin í sumarjakka og trefill og vettlingar skildir eftir heima. Ég er flannig að flegar mér er ekki kallt verð ég mikklu glaðari.

Tíminn líður svo hratt og önn númer 2 er svo gott sem búin, og sú þríðja og síðasta byrjar eftir páska. Útskriftin nálgast óðum. Sýningin á að hengjast upp 4. júlí og opnar officially 10. og verður til 16. að mér skilst. Ykkur er að sjálfsögðu boðið. Fystir koma fystir fá svefnsófann.

Ég er búin að henda inn nokkrum myndum frá síðustu helgi.
Okkur Sindra og fleirrum var boðið heim til Finns og Alberts í Sushi. Það var svaka gott og vel gert, og fallega boðið.

Sushi í boði Finns og Alberts

Næsta mánudag förum við á Depeche Mode tónleika á Wembley Arena. Wee!! Keyptum 3 miða af því að Finnur ætlaði með, en svo kemur í ljós að Gulla verður hjá honum þá og við gátum því miður ekki reddað fjórða miðanum svo að það lítur út fyrir að við Sindri forum tvö ein. Sem er ekkert verra.

Verðum á íslandi í fjóra daga eftir páska. Munum skoða nýfæddann frænda (barn Signýjar eldri systur Sindra) og svo er líka ferming Ástrósar (yngri systir Sindra). Svo að það verður mikið og skemmtilegt að gera þegar við kíkjum á Klakann og hittum flölskyldu og vini.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að veðrið er svona gott og þér líður svona vel, ég var að vona að þið stoppuðuð lengur þegar þið komið, en fjórir dagar frábært, hlakka til.
sól sól skín líka á mig en 0-5 C, hvasst og ansi napurt.
Gangi þér vel með verkefnin fyrir skólann,
kveðja Alda Björk

sunnudagur, 2. apríl 2006 kl. 18:45:00 GMT+1  
Blogger Skoffínið said...

Hey nýtt blogglúkk!!! Glæsó. Er ýkt öfundsjúk að þið séuð að fara á Dep. Mode:(
Löv úr sólinni
Eva

mánudagur, 3. apríl 2006 kl. 10:20:00 GMT+1  

Skrifa ummæli

<< Home