sunnudagur, júlí 23, 2006

aumingja dúfan...

Núna er vika síðan skólinn kláraðist. Ég var búin að leggja undir mig alla stofuna sem vinnustofu og núna er kominn tími til að setja hluti á sinn stað og þrífa. Ég er að verða búin en það er búið að ganga mjög hægt. Það er bara of heitt til að gera húsverk! – maður gerir allt á hálfum hraða. Ég tók mig til og þreif glugga og spegla í íbúðinni, og það tókst það vel að ein dúfan hélt að hún gæti bara flogið beint inn af svölunum og klessti á rúðuna... mjÖg fyndið.

Helga er komin og farin, er núna í Köben að heimsækja aðra vini. Ég er svo búin að bæta inn fleirri myndum frá heimsókninnni og loka sýningunni. Næst í heimsókn eru svo Davíð bróðir minn og kærastan hans, þau koma 1. ágúst og verða í tvær vikur.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ógeðslega mikið til hamingju með áfangann...
hefði verið gaman að sjá þessa sýningu.

kveðja frá sviss

föstudagur, 28. júlí 2006 kl. 07:59:00 GMT+1  

Skrifa ummæli

<< Home