miðvikudagur, maí 24, 2006

Barcelona ferðin

Ég var eiginlega að fara að leggja mig af því að ég var svo þreytt en þá greip bloggandinn mig ...

Barcelona var YNDISLEG! einsog venjulega. Þetta er þriðja skipti sem ég kem þangað, annað skiptið með Sindra. Fyrsta skiptið var 2003 (ekki með Sindra, en hann var by the way í Bcn þetta sama sumar), sumarið sem ég útskrifast úr Listaháskólanum. Ég splæsti á mig 5 vikna "útskriftarferð" og heimsótti Boggu vinkonu sem bjó og var í námi þar á þeim tíma. Eftir þessa ferð var ég búin að ákveða að að flytja til Bcn innann tveggja ára og fara í framhaldsnám í illustration, læra spænsku, og var búin að láta Lín meta skólann sem ég hafði skoðað meðan ég var þarna. En svo kynnist ég Sindra og hann breytir stefnunni til London. Við flytjum bara til Barcelona seinna, þegar við erum orðin rík og búin að kaupa seglbát sem við getum búið í.

Það var gott að taka sér frí og ekki gera rassgat. Eva og Þór voru góðir gestgjafar. Við vorum ekkert að stressa okkur, bara borða, drekka og ... borða og drekka, gerðum eiginlega ekkert annað. Eyddum einum degi uppá Tibidabo, meira túristadót gerðum við ekki. Fyrir utan að shoppa smá, og einn dag á ströndinni í Sitges. Myndir út ferðinni eru komnar inná Flickr. og hérna eru myndrinar sem Eva tók.

Einnig má þess geta að ég sá tvo fræga einstaklinga í þessari ferð, fyrst Owen Wilson á El Japónes (Japnaskur veitingastaður) og svo Ronaldinho ásamt félögum á Barcelona flugvellinum á leiðinni heim. En náði því miður ekki að festa þá á "filmu" – einsog þegar ég náði mynd af Lauren Hill á Moldejazz hátíðinn í Molde, Noregi síðasta sumar. Ég held því fram að hún hafi sett einhver álög á myndavélina mína, því eftir að ég tók þessa mynd kom memory card error skilaboð á myndavélina og lét einsog það væru engar myndir inná kortinu. Ég fékk nottla nett sjokk þá, búin að taka nokkuð margar myndir. En myndirnar voru þarna. Og þessi skilaboð dúkka alltaf upp af og til til að bögga mig og vélin neitar að taka myndir í smá tíma.

en núna er raunveruleikinn aftur tekinn við, og ég hef ca. mánuð til að klára útskriftarverkefnið.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

el japones... mmmm uppáhalds veitingastaðurinn minn. (öfund)
bogga

þriðjudagur, 30. maí 2006 kl. 19:50:00 GMT+1  

Skrifa ummæli

<< Home