þriðjudagur, maí 09, 2006

Reykjavík – Oxford – Barcelona

Bloggandinn er ekki búinn að vera yfir mér lengi, þó margt sé búið að gerast. Stuttu eftir afmælið mitt fórum við í stutta ferð til Íslands. Þar skoðuðum við nýfætt barn Signýjar, systur Sindra. Við fórum í leikhús með Boggu og Hersteini, Helgu og Marco og Lúlla og Lailu. Fórum í borgaralega fermingu hjá Ástrós, litlu systir Sindra. Fórum í heimsóknir. Fórum í sund. borðuðum pulsu með öllu. Löbbuðum Laugarveginn ...fórum aftur heim til London.

Sama kvöld og við komum aftur til London komu tengdaforeldrar og Ástrós til okkar. Þau voru eina nótt og flugu svo áfram til Póllands að heimsækja vinafólk. Viku seinna voru þau komin aftur og við ákváðum að skella okkur til Oxford. Við leigðum okkur bíl í næsta húsi og lögðum af stað. Fyrsta daginn löbbuðum við um bæjinn, leigðum hótelherbergi og fórum út að borða. Útsýnið úr hótleherbergisglugganum var dálitið spes svo þegar við vorum komin heim googlaði ég "shark in roof" og fann þessa grein. Seinni daginn fórum við túristahringinn í strætó með live guide og fræddumst um Oxford. Fórum seinna um daginn með öðrum guide sem sýndi okkur inní nokkra af elstu háskólana í bænum. Seinnipartinn var ferðinni heitið heim. Fyrsta stopp, Heathrow, þar sem tendó tóku flugvélina heim.

Í fyrramálið verðum við Sindri lennt í Barcelona. Þar tekur Eva á móti okkur. Skemmtilegt!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home