þriðjudagur, júlí 24, 2007

Ekki dautt enn...

Ég er ekki búin að blogga í ár og öld, ekki síðan ég fór til Íslands að vinna í byrjun mars. Ég er búin að vera í London í þrjár vikur núna. Veðrið hér er ekki uppá marga fiska miðað við árstíma. Rigning og flóð víðsvegar um England.

Þótt ég hafi verið á Íslandi í fjóra mánuði fór ég samt nokkrar ferðir til London til að hitta Sindra. Var meðal annars í 10 daga í kringum páskana. Lúlla og Laila voru líka og fengu að gista í svefnsófanum. Við vorum ekkert smá heppin með veður þá og eyddum þó nokkrum klukkustundum útá terrössunni okkar – þurfum reyndar að klifra útum svefnherbergisgluggan til að komast útá þær, en það er ekkert mál fyrir liðugt fólk einsog okkur. Ég er því miður ekki með neinar myndir úr þessari ferð.

Ég hélt uppá 29 ára afmælið mitt í Apríl heima á Íslandi. Sindri kom til mín þá. Lúlli og Laila voru svo frábær að bjóðast til að halda afmælið mitt heima hjá þeim svo ég gæti boðið öllum sætu vinunum mínum. *<:o) Hér eru myndir frá afmælinu.



Í byrjun maí hitti ég Sindra á JFK flugvellinum í New York. Við vorum í New York í 4 daga og gistum í Brooklyn. Okkur var boðið í brúðkup og ákváðum að skella okkur, séstaklega þar sem Sindri hefur ekki komið þangað síðan hann bjó þar. Endilega skoðið myndirnar.



Jónsmessuhelgina labbaði ég Fimmvörðuhálsinn, ásamt Evu og Þór, Lúlla og Lailu, Boggu og Hersteini. Við stofnuðum gönguhópinn Dvergarnir sjö og ákváðum ef Sindri myndi ganga í félagið þá myndi hann vera Þyrnirós ;) en hann missti af þessari frábæru ferð. Við vorum rétt rúmlega 10 tíma á leiðinni. Brynja og Gísli löbbuðu líka Fimmvörðuhálsinn og hittu okkur nokkrum klukkustundum seinna í Básum. Við gistum í Þórsmörk í tvær nætur og skemmtum okkur konunglega. Myndir.

4. júlí var ég svo komin aftur til London. Daginn eftir var opnun á sýningu sem AOI stendur fyrir, Images 31 – The Best of British Contemporary Illustration. Ég var svo heppin að fá að vera með mynd á sýningunni og í bókinni. AOI er félag myndskreyta í Bretlandi.



þótt það sé ár síðan ég útskrifaðist með MA gráðu í Illustration, þá var útskriftar-athöfnin haldin 16. júlí síðastliðinn. Við vorum tvær úr bekknum sem mættum, ég og Jo. Nota bene mætti ég bara í athöfnina til þess að fá mynd af mér í Breskri útskriftar-múnderingu. :P Ég og Sindri héldum síðan uppá þetta í Soho, borðuðum Thailenskan mat og drukkum bjór. Sjá myndir.

Efnisorð: ,

1 Comments:

Blogger Helga said...

Sendi hér með nokkrar gráður til ykkar frá ítalíunni, sem er allt í góðu þar sem ég er á klakanum í viku.
Til hamingju með útskriftina.

fimmtudagur, 2. ágúst 2007 kl. 22:23:00 GMT+1  

Skrifa ummæli

<< Home