Er komið vor?
Samkvæmt Metro blaðinu hefur meðalhitinn að nóttu til í þessum janúar-mánuði verið heitari en í júlí á síðasta ári, en þá var hitabylgja. Meðalhiti hingað til er 12.6°C en í júlí á síðasta ári var hann 12°C. Venjulega er meðalhiti í janúar 1.5°C. Ég veit samt ekki hversu mikið er hægt að treysta á þessar tölur, hljómar allavega ótrúlegt. Samt hefur manni fundist einsog það sé að koma vor. Ég öfunda allavegana ekki Íslendinga núna í sínu vetrar óviðri.
Þessi kirkjugarður er fyrir aftan húsið sem ég vinn í. Merkilegt að vinna við hliðiná kirkjugarðk. Tók þessa mynd í dag með símanum mínum. Sjáiði hvað grasið er grænt. Annars er bara gaman í vinnunni, ég er núna að hanna nýtt útlit á trendstop vefinn, sem er mjög krefjandi og skemmtilegra en ég átti von á, þar sem ég hef ekki komið nálægt vefhönnun áður.
Við sögðum upp leigunni í Balppa House í dag. Hvert við munum flytja er ekki enn ákveðið, en líklega einhvert í norður London.
Þessi kirkjugarður er fyrir aftan húsið sem ég vinn í. Merkilegt að vinna við hliðiná kirkjugarðk. Tók þessa mynd í dag með símanum mínum. Sjáiði hvað grasið er grænt. Annars er bara gaman í vinnunni, ég er núna að hanna nýtt útlit á trendstop vefinn, sem er mjög krefjandi og skemmtilegra en ég átti von á, þar sem ég hef ekki komið nálægt vefhönnun áður.
Við sögðum upp leigunni í Balppa House í dag. Hvert við munum flytja er ekki enn ákveðið, en líklega einhvert í norður London.
Efnisorð: ferðalag
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home