fimmtudagur, október 18, 2007

mer-see boh-koo

Ég bauð Sindra í helgarferð til Parísar með Eurostar og þar með er ég búin að bæta við eitt nýtt land á heimskortið mitt (Sindri reyndar líka). Svo mun annað land bætast við þegar við förum til Rómar í desember að heimsækja Helgu, Marco og Lúnu litlu.



create your own visited country map
or check our Venice travel guide

Frakkar voru bara mjög kurteisir og hjálpsamir þótt við kynnum ekki stakt orð í frönsku. Eina sem ég kann að segja er merci beaucoup (mer-see boh-koo) og bonjour. París er líka mjög falleg og rómó borg, minnti mig dálitið á Barcelona.

Við vorum svakalega heppin með veður og hótelið var líka mjög snyrtilegt og fínt. Hótelið sem við gistum á var í 9. hverfi á rue Fauburg Montamare. og við gengum á hótelið frá Gare Du Nord lestarstöðinni. Reyndar gengum við mest allt sem við fórum, enda var ég orðin ansi þreytt í fótunum.



Fyrsta dagin heilsuðum við uppá Mónu Lísu og Venus í Louvre safninu.



Daginn eftir fórum á Pompidou safnið



og skoðuðum Eiffel turninn.



Síðasta daginn fórum við að sjá Sigurbogann, Arc de Triomphe



og klifruðum uppí hann líka.

En við tókum fullt af myndum ef þið viljið sjá.

Efnisorð: ,

2 Comments:

Blogger Helga said...

Hlökkum mikið til að fá ykkur í heimsókn. Róm er ekki síður róm-ó en París. Þó að pompidúú safnið verði seint slegið út.

Luna afrekaði rétt í þessu að pissa á mig! Já, hún var bleyjulaus.

mánudagur, 29. október 2007 kl. 22:00:00 GMT  
Blogger Solla said...

Ha ha... þessi börn ;)
Við hlökkum líka til að sjá ykkur!

þriðjudagur, 30. október 2007 kl. 12:27:00 GMT  

Skrifa ummæli

<< Home