miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Bækur

Var að klára að lesa bókina "Þú átt nóg af peningum ...þú þarft bara að finna þá!" eftir Ingólf H. Ingólfsson og mér finnst í alvörunni að ég eigi eftir að verða geðveikt rík eftir að hafa lesið hana. Bókin útskýrir hvernig megi spara með því að eyða peningum – sem sagt eyða í sparnað. Hvernig maður borgar niður skuldir hraðar en ella og sparar þannig milljónir í vexti til langs tíma. Einnig talar bókin um hvernig eigi að skipta útgjaldaliðum heimilisins í þrjá flokka: skuldir, neyslu og sparnað. Sparnaður er auðvitað útgjaldaliður númer eitt. Ef þú ert ein(n) af þeim sem veist ekki í hvað peningarnir fara muntu ekki taka eftir því hvort þú eyðir 10% af laununum þínum í sparnað eða ekki. Svo fylgir veflykill með bókinni sem veitir aðgang að veltukerfinu á spara.is sem ég ætla að kíkja á fljótlega. Check it and you will become rich!

Tala nú ekki um þegar ég er búin að lesa "Getting Things Done" þá verð ég rík OG skipulögð.

Nördinn ég hef líka gaman að handavinnu og keypti ég mér þessa hekl bók á amazon með fullt af skemmtilegur mynstrum.

Efnisorð: ,

2 Comments:

Blogger Helga said...

Fæ kanski að glugga í þessa fínu hekl bók við tækifæri.

sunnudagur, 2. september 2007 kl. 16:19:00 GMT+1  
Blogger Solla said...

Já ekkert mál. Ég get tekið hana með þegar ég kem í des. :)

sunnudagur, 2. september 2007 kl. 19:42:00 GMT+1  

Skrifa ummæli

<< Home