miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Heimsókn frh.

Við erum búin að búa í London í 3 og hálft ár núna og aldrei farið á söngleik fyrr en um daginn þegar foreldar Sindra og systir voru í heimsókn og við fórum öll á Mamma Mia - í boði tengdó - takk fyrir okkur! Söngleikurinn eða söguþráðurinn er búinn til úr Abba-lögum. Uppsetningin minnti mig þó dálitið á nemendaleikhús, kannski vegna þess að sviðið var frekar lítið, en sætin sem við fengum voru góð, reyndar voru líklega öll sætin í húsinu góð þannig séð. En þetta var ágætis skemmtun en minna "show" en ég átti von á. Tónlistin var live og það var hægt að sjá glitta í hljóðfæraleikarana undir sviðinu og hljómsveitarstjórin sat í fremstu röð í miðjunni með hljómborð og spilaði og stjórnaði - hress gaur.

Hver vill koma með okkur á We will rock you?!

Efnisorð: ,

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home