föstudagur, nóvember 09, 2007

UK Stitch 'n Bitch Day


socks_2.JPG, originally uploaded by Solla.

Yfirleitt þegar maður hugsar um nörda kemur upp í hugann tölvunörd, forritari, o.s.frv. Það eru líka til annarskonar nördar, nefninglega handverks nördar. Ég er ein af þeim. Ég fer ásamt Ellen vinkonu minni annan hver miðvikudag í garnbúð til að prjóna eða hekla ásamt öðrum konum. Búðin er líka með vínveitingarleyfi sem er ekki verra ef maður er þyrstur.

Á morgun verður haldin ráðstefna hérna í London sem nefnist UK Stitch 'n Bitch Day. Þar verða haldin ýmis námskeið, skemmtiatriði og markaður. Ég verð að passa budduna svo að ég missi mig ekki í garninnkaupum.

Ég kláraði sokkana mína í gær. Þeir urðu dáltið misjafnir og pinku lítið of stórir en kannski minka þeir í þvotti. Ég þarf að æfa mig í að prjóna alltaf jafn þétt.

Efnisorð: ,

1 Comments:

Blogger Skoffínið said...

múhahahah prjónanörd!!

En samt úberkúl concept að vera með prjónabar...eða þannig ;)

sunnudagur, 20. janúar 2008 kl. 23:38:00 GMT  

Skrifa ummæli

<< Home