föstudagur, október 29, 2004

Bankakerfi dauðans

Bankakefi í Bretlandi er ekki með því fullkommnasta í heimi, ég og margir aðrir hafa komist að því. Það er allt svo flókið og erfitt. Kannski finnst manni það af því að maður er svo góðu vanur.
Í hverjum mánuði þarf ég að senda peninga til Íslands til að borga eruo reikninginn. Vegna þess að millifærslan var yfir £1000 þurfti ég að sýna ID (skilríki), fyrir utan bankakortið sem ég sýni venjulega, auk þess að svara ýmsum öryggis spurningum. Er ekki nóg að sýna bara bankakortið (sem var nógu erfitt að fá fyrir)? Nei... ég þurfti gjöra svo vel að hlaupa heim og ná í vegabréfið mitt. Ég sem var búin að standa allavega í 20 mínútur í biðröð! Sem betur fer sagði þjónustufulltrúinn að ég þyrfti ekki að standa í röðinni þegar ég kæmi til baka. Ég held samt að fólkið sem var í biðröðinni þegar ég kom til baka hafi ekki verið alveg sátt þegar það sá að ég fór fremst í röðina. Það vissi nottla ekki að ég var búin að vera í röðinni. En ég útskýrð það fyrir einum sem benti mér á að ég ætti að fara aftast. En allavega ..það er alveg óskiljanlegt að það að millifæra peningana
sína af reikningnum sínum yfir á reikninginn sinn í öðru landi, skuli vera svon flókið. Og núna þarf ég að bíða 4-7 virka daga til að peningarnir skili sér.

nb. Bretar hafa enn ekki fattað að það sé góð hugmynd að hafa mynd af viðkomandi á debet og kreditkortum. Shitt hvað íslendingar eru tæknilegir.

1 Comments:

Blogger sArs said...

dAnir eru hættir að vera með mynd á öllum kortum....og komnir með einhvern svona minniskubb, sem gerir ég-veit-ekki-hvað og það útaf því að þá VErðUR mar að vera með fleirri ein eitt skilríki á sér, t.d. ökuskírteini til að framvísa. Þarf alltaf að þvælast um með fullt af kortum :þ

sunnudagur, 7. nóvember 2004 kl. 15:37:00 GMT  

Skrifa ummæli

<< Home