þriðjudagur, júní 14, 2005

Durty weekend in Reykjavík – ferðasaga

Ég og Sindri skruppum til Reykjavíkur á föstudag, vorum lennt í Keflavík rétt fyrir ellefu um kvöldið, mamma og Kartín litla systir sóttu okkur. Sindri fór svo á létt djamm meðan ég var heima hjá mömmu. Á Laugardaginn tókum við strætó að Bakkastöðum og fengum lánaðan bíl, fórum svo og hittum gott fólk í lunch á Vegamótum, Boggu, Fríðu og Hlyn. Eftir það fórum ég og Bogga í klippingu og urðum svaka sætar, þ.e. sætari. Svo var það bara að taka sig til og pikka upp Helgu og Marco sem ætluðu að mæta i grill og potta-partý til okkar að Bakkastöðum. Notaði tækifærið og skoðaði íbúðina þeirra í leiðinni sem þau keyptu fyrir ekki svo löngu síðan. Hlynur, Finnur og Pétur (frændi) mættu líka í grillið. Finnur og Pétur fóru snemma því þeir voru að fara i útskriftarveislu frænku sinnar. Seinna um kvöldið þegar við vorum á leiðinni í pottinn mættu með látum herra Baldur og frú með auka lið með sér sem fengu lánuð sundföt og við fórum öll í pottinn, nem Helga og Marco sem ákváðu að láta sig hverfa. Potta-partíið fór að mestu leyti vel fram og vorum heppin með það að húsin sitthvoru megin við voru mannlaus. Undir lokinn hljóp galsi í strákana og hlupu niðrí fjöru einsog beljur að vori, týndu sundskýlunum á leiðinni og óðu úti litla eyju fyrir utan (ef kalla má eyju ). Ég og tvær aðrar gátum ekki verið minni menn og lékum eftir. Það fór þó bara ein úr sundfötunum. Um fimm leytið voru allir farnir og við komin uppí rúm. Um hádegið á sunnudag var svo mætt öll móðurættin hans Sindra í kaffi, svo að það var ekki mikið sofið út. Kvöldmatur hjá mömmu. Nammi og kók heima hjá Boggu um kvöldið, á meðan hitti Sindri Hlyn og horfðu saman á sólsetrið í Öskujuhlíðinni. Mánudagur. Fórum með litlu systur niðrí bæ fyrir hádegi, löbbuðum Laugaveginn, keyptum okkur Kína-skó og fengum okkur SS pulsu og ís í góða veðrinu. Um hádegið vorum við svo komin aftur heim til mömmu til að gera okkur klár fyrir heimferð. Mamma hans Sindra og Signý eldri systir hans komu svo til að keyra okkur útá flugvöll. Tékkuðum okkur inn á flugvellinum og þar sem við vorum dálitið snemma í því skurppum við inní Keflavík og fengum okkur kókó mjólk og snúð. Svo var flogið heim.

Var að segja inn þær fáu myndir sem ég tók í grillpartýinu, þar getið þið séð eyjuna sem vaðið var útí. Það var þó að falla frá þegar við óðum útí. Ég tók engar myndir af stripplinu en gæti kannski orðið mér úti um þær.

2 Comments:

Blogger Laila said...

Virðist hafa verið mjög gaman. Hvað er málið er nýjasta trendið rauð sundföt eða var eitthvað þema í gangi.

miðvikudagur, 15. júní 2005 kl. 17:06:00 GMT+1  
Blogger Solla said...

bara tilviljun held ég...

föstudagur, 17. júní 2005 kl. 22:48:00 GMT+1  

Skrifa ummæli

<< Home