miðvikudagur, júní 01, 2005

Rosalega endaði Twin Peaks einkennilega... kannski ekki við öðru að búast heldur. En það var gaman að rifja upp þessa þætti, ég sá reyndar ekki alla á sínum tíma – ekki þættina sem gerðust eftir að morðið á Lauru Palmer var leyst.

Síðasta föstudag fór ég með Lúlla og Lailu í lengsta pikknikk ferð sem ég hef farið í. Vorum mætt útí Victoria Park sem er rétt hjá mér um eitt leitið og fórum ekki fyrr en að verða hálf tíu um kvöldið. Veðrið var líka yndislegt og gátum verið á bikiníinu allan tímann eiginlega. Sindri kom svo eftir vinnu með kampavínsflösku sem hann fékk gefins í vinnunni. Sóttum svo pizzur sem eru bakaðar á bar rétt hjá (Þar var engin önnur en Emíliana Torrini) og fórum með aftur útí garð.

Helgarferð til Íslands framundan.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Helgarferð, hvenær ? Næstu helgi ?
Alda Björk

fimmtudagur, 2. júní 2005 kl. 11:02:00 GMT+1  
Blogger Solla said...

10. - 13. júní, ég hélt að Sindri hefð sagt þér það...

fimmtudagur, 2. júní 2005 kl. 11:07:00 GMT+1  
Anonymous Nafnlaus said...

Við verðum með sumarbústað ekki langt frá Húsafelli, hvernig litist ykkur á að komast í sveitasælu, þar er hús og lítið gestahús líka hægt að tjalda, þetta er frábær staður !
Alda Bjötk

fimmtudagur, 2. júní 2005 kl. 11:14:00 GMT+1  

Skrifa ummæli

<< Home