sunnudagur, júní 05, 2005

Menning er góð

Á föstudag var menningar-dagur hjá mér og reyndar fleirrum – fyrst var það National Gallery (lista-menning), Þar sem ég hitti L&L. Eftir það fengum við okkur pizzu (matar-menning) og hvítvín (vín-menning) með. Svo var leiðinni haldið í Tate Modern þar sem við ætluðum á tónleika (tónlistar-menning) með Emilíönu Torrini en komumst að því að þeir voru á Tate Britain, þannig að við fórum þangað og hittum Sindra á leiðinni. Þar var meiri vín-menning. Emilíana er voða sæt og rosa góð að sýngja, annað er ekki hægt að segja. Þetta voru skemmtilegir tónleikar – og útaf því að hún er svo sæt, er allt í lagi þótt hún segi skrítna brandara á ísl-ensku á milli laga og gleymir svo textanum í einu aðal laginu. Henni er allt fyrirgefið.

Núna er Sindri byrjaður að æfa sig í norsku á internetinu, er farinn að hlusta og reyna að skilja norskan framburð og apar líka stundum upp eftir tölvunni til að æfa sig að tala. Fimm mínutur á dag í mánuð og þá kann maður norsku. - God dag! - God kveld! - Morn! - Hyggelig å treffe deg! og svo framvegis (og så videre). Ha det bra, vi sees snart igjen.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Menning er góð fyrir andan, hámenning auðvitað best, við fórum á Dieter Roth sýningar hér á Listahátíð og erum ekki alveg með það á heinu hvort þessar pælingar hans eru tilraun til að gera gis að hámenningarliðinu, eða hvort þetta er listagiðjan í öllu sínu veldi ?
Það er frábært að Sindri ætli sér að tala norsku en ekki ensku við pabba þinn og aðra ættingja !!

Sjáumst á laugardaginn !

Alda Björk

mánudagur, 6. júní 2005 kl. 21:40:00 GMT+1  

Skrifa ummæli

<< Home