miðvikudagur, apríl 27, 2005

Ef þið viljið vita

stöðu mála þá er það eftir farandi; Í fyrra sótti ég um MA nám hjá Saint Martins en komst ekki inn. Í ár ákvað ég að sækja um fleirri skóla til að vera örugg. Ég ákvað að sækja bæði um BA í illustration og MA í illustration. Um daginn var ég hætt við að sækja um BA af því að ég fæ ekki námslán (þ.e. skólagjöld) lánuð hjá LÍN. Svo liggur það kannski beinna við að fara í MA á eftir BA, en ekki annað BA á eftir BA. Allavega – ég sótti samt um og fékk inngöngu í Westminster, BA illustration, og var mér boðið pláss með annars árs nemum. En fyrir viku síðan sótti ég aftur um Saint Martins (tveggja ára MA) auk Camberwell (eins árs MA). Ég fæ full námslán hjá LÍN fyrir þessu. – Ég ætla að bíða og sjá hvað kemur útúr þessum umsóknum áður en ég tek endanlega ákvörðun, þ.e.a.s. ef ég þarf að taka ákvörðun.
Ég er líka byrjuð að leita mér að vinnu fyrir sumarið.

Það er búið að spá sumarveðri um helgina. 25 stiga hiti og sól á sunnudag. Það er helli-demba núna. og þrumur.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gott hjá þér, ég var að skoða Solla.net, þig vantar ekki hæfileika, ég var mjög hrifinn af myndverkunum þínum ! Auðvitað kemstu í lánshæft nám.
Alda Björk

fimmtudagur, 28. apríl 2005 kl. 11:06:00 GMT+1  
Anonymous Nafnlaus said...

hei beib
sorry ad ég er ekki búin ad skrifa þér til baka en ég er núna flutt og er því netlaus guð má vita hversu lengi en ég reyni ad komast í tölvu hjá mömmu og kalla
nóg af fréttum loksins þó ekki allt skemmtilegt
kveðja
ibbagogg

sunnudagur, 1. maí 2005 kl. 23:57:00 GMT+1  

Skrifa ummæli

<< Home