fimmtudagur, september 29, 2005

Klukk sagði Bogga

Það er kominn klukk faraldur og ég komst ekki hjá smiti...

5 handahófskenndir hlutir um mig
1. Ég er ekki kammó týpan (líklega er ég mannafæla og/eða feimin ). Það þekkja mig fáir en þau fáu sem ég kalla vini mína þekkja mig vel.
2. Ég verð að laga til áður en ég byrja að læra/vinna því ég get ekki haft drasl í kringum mig – og þegar ég er loksins búin að laga til (í allri íbúðinni) er það orðið of seint til að læra/vinna. Samt er alltaf allt í drasli.
3. Ég naga neglurnar, hef aldrei endanlega getað hætt.
4. Ég er ótrúlega gleymin og sakna þess að hafa ekki Boggu til að hressa uppá minnið. Er byrjuð að halda dagbók (til að hressa uppá minnið) en eg gleymi stundum ad skrifa í hana.
5. Ég eyddi allt of löngum tíma í að ákveða hvaða 5 atrið ég ætti að skrifa.

...svo ég verð að smita aðra líka. Ég klukka hér með Sindra, Lailu og Evu slevu.

1 Comments:

Blogger Skoffínið said...

Já nú skil ég þetta klukk comment hahahaha.
Ég gæti nú eiginlega bara copy-paste-að meirihlutan af því sem þú sagðir um sjálfa þig hehehe en ég ætla að fara að eyða tíma í þennan lista og komast að því hver ég er inn við beinið

mánudagur, 3. október 2005 kl. 17:01:00 GMT+1  

Skrifa ummæli

<< Home