miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Norge - 14. 31. júlí - Ferðasaga

Best að klára ferðasöguna...
Að hádegi 14. júlí lögðum við af stað frá Eplerød (Homestrand) og til pabba í Sjøholt (ekki svo langt frá Ålesund). Vorum ca 12 tíma á leiðinni, þar af ca 4 tíma stopp. Fyrsta stopp var hjá Vigdis (dóttir Tove konu Olav sem er bróðir pabba), hittum einnig manninn hennar Ove og börnin hennar tvö af þrem, Espen (16) og Stine (11), sá þriðji sem við hittum ekki heitir Sindre og er 14. Annað stopp var Hadeland glassverk og svo kvöldmatur í Gjøvik (átti heima þar frá 5 til 9 ára aldurs ef ég man rétt). Vorum sem sagt komin rétt eftir miðnætti til pabba sama dag.

Hjá pabba og Synnøve var svo mest megnis bara afsöppun, Sudoku, Playstation og Yatzy. Náðum að húkka pabba og Synnøve á Sudoku ..he he. Fórum reyndar í göngutúra í nágrenninu, aðallega tré og dýr að sjá enda eiga þau heima uppí sveit. Heimsóttum líka Davíð, hann á heima í Ålesund, og fengum að nota internet. Fórum líka tvisvar ef ekki þrsvar í með rútu í miðbæ Ålesund til að skoða arkitektúrinn (og túristabúðir). Ålesund er frægur fyrir einstakan arkitektur, kallaður Jugend-bærinn (Art Nouveau). Bærinn var eyðilagður í bruna 1904 og var endurbyggður í Jugend-stíl. Eitt skiptið sem við vorum í Ålesund var Báta festival í gangi, skoðuðum báta og fórum í þyrluflug yfir bæjinn.


Ég nenni ekki að skrifa meira núna framhald kemur hér fyrir neðan seinna...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er gaman að lesa ferðasöguna , þetta hefur greinilega verið hvíldarferð, enda geri ég ráð fyrir að samvistir við pabba þinn og bróður hafi verið það sem þú þráðir mest.
Hvar áttir þú heima fyrir 5 ára aldurinn ?
kveðja Alda Björk.

föstudagur, 5. ágúst 2005 kl. 10:39:00 GMT+1  

Skrifa ummæli

<< Home