fimmtudagur, september 01, 2005

1. september 2005

Á morgun (þ.e. á eftir) verður líklega búið að loka fyrir netið, bara svona að nýta tækifærið og blogga smá. Verðum líklega netlaus næstu tvær vikurnar eða svo. Erum að flytja á morgun inní nýja íbúð í suður London. Vonandi verður ekki jafn heittt og í gær, maður er ekki mjög effectívur í hita. Við ætlum að sækja bíl í fyrramálið sem við leigjum sjálf til að flytja draslið okkar í. Rosalega á ég mikið af drasli, Sindri var að undra sig á því hvernig þetta komst hingað. Vonandi verður allt í standi í nýju íbúðinni. jæja verð að hætta, Sindri kallar...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ alltaf jafn fyndið að fylgjast bara með fólki í gegnum netið....en svona er þetta þegar fólk er komið út um allar trissur. Vildi bara kvitta fyrir mig.

sunnudagur, 4. september 2005 kl. 20:49:00 GMT+1  
Blogger Solla said...

Ja, hæhæ, hvar værum vid an internets?!!

fimmtudagur, 8. september 2005 kl. 11:48:00 GMT+1  

Skrifa ummæli

<< Home