föstudagur, október 07, 2005

Mugison

Fórum á tónleika með Mugison í gærkvöldi á Spitz. Það var magnað að sjá. Ég hafði ekki heyrt hann spila áður svo ég hafði engar væntingar. Infinite Lives hitaði upp ásamt íslenskri lúðrasveit (ef eg má kalla hana þad) sem kallar sig Nix Nolte, spilaði svona búlgarska tónlist. Infinite Lives var samansett af 2 japönskum gaurum spilandi á sinn hvorn mixerinn í Pikachu búningum og svartan söngvara með svartan sokk yfir höfuðið og blond hárkollu – við keyptum disk af þeim. Í lok kvölds var keyptur geisladiskur með Mugison og auðvitað mátti ekki gleyma ad biðja um eiginhandararitun (hef reyndar ekki beðið um áritun frá neinum síðan Ný dönsk gaf út Deluxe), ekki bara á diskinn heldur á brjóstið líka!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Merkilegt með Mugison það falla allir fyrir honum, ég man varla eftir að tónlistamanni hafi verið hælt jafn mikið, til dæmis í útvarpi og sjónvarpinu, en hann á hósið skilið.
Gaman að þið sáuð hann.
Solla hvernig er skólinn?
kær kveðja
Alda Björk

laugardagur, 8. október 2005 kl. 12:26:00 GMT+1  
Blogger Solla said...

Skólinn er fínn, en ég mun liklega hafa betri skoðun á því síðar, maður er enn að kynnast öllu/m...

laugardagur, 8. október 2005 kl. 15:09:00 GMT+1  
Anonymous Nafnlaus said...

Ertu komin með nettengingu heima ?

laugardagur, 8. október 2005 kl. 16:21:00 GMT+1  
Blogger Solla said...

Nei thad gengur eitthvad haegt, vonandi i naestu viku...

mánudagur, 10. október 2005 kl. 13:59:00 GMT+1  

Skrifa ummæli

<< Home