föstudagur, október 14, 2005

þvílík tilviljun...

Magnað! Haldiði ekki að ég hafi ekki rekist á Guðjón á Regent Street í gær. Ég var búin að sjá það á blogginu hans að hann væri í London og var einmitt búin að hugsa að það myndi vera fyndið að rekast á hann – og það gerðist. Guðjón var sko með mér í bekk í LHÍ (fyrir þá sem ekki vita).

Síðusta föstudag fóum við Sindri og Laila á Röyksopp tónleika í Brixton. Þeir voru alveg frábærir. Svo á laugardeginum fórum ég og Sindri á Woyzeck, (í boði Öldu – Takk fyrir okkur!) leikrit sem Vesturportid settu upp (settu líka upp Romeo And Juliet), í Barbican leikhusinu her í London. Ágætis sýning, smá loftfimleikar og Ingvar Sigurðsson í aðalhlutverki, ekki amarlegt það.

Aumingja Laila, hún er ennþá með hroll. Hún varð fyrir ó-skemmtilegri árás á leiðinni í strætó áðan. Kemur ekki ógeðis maður og grípur í rassinn á henni, hann var greinilega mjög fullur, og við stoppum og lítum hneykslunar augum á hann, við bara vorum í sjokki. Helduru að hann hafi ekki stuttu seinna tekið á rás og ætlaði í aðra stelpu líka en við byrjuðum að öskra á hann og stoppuðum hann og náðum að vara stelpuna við áður en eitthvað meira gerðist.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hey, ógeðslega fyndið að rekast á þig. sorry hvað ég stoppaði stutt, en gerum betur næst... þetta er ágætis byrjun ;)

þriðjudagur, 25. október 2005 kl. 18:43:00 GMT+1  

Skrifa ummæli

<< Home