mánudagur, september 25, 2006

Nokkrar myndir

Ég kem til Íslands í næstu viku og verð í tvær vikur. Vona að ég geti hitt sem flesta á þeim tíma.

Í síðustu viku fór ég og eyddi heilum degi úti, rölti um á Spitalfields svæðinu, kíkti á nokkrar hönnunarsýningar, fann kápu sem mig langar í en hef ekki efni á, labbaði upp Brick Lane og settist niður á kaffi húsi við enda götunnar og skissaði eina mynd. Ég sit núna heima og teikna múrsteina inná myndina, sem á eftir að taka heila eilífð. Það var 26 stiga hiti þennan dag og ég hugsaði með mér að ég þyrfti að nýta þennan líklega síðasta allmennilega sumardag úti, en ekki inni einsog venjulega fyrir framan tölvuna. Ég tók líka myndavélina með í ganni tók nokkrar myndir. Þær eru hér fyrir neðan, tók líka mynd af götunni sem ég teiknaði mynd af.













1 Comments:

Blogger Laila said...

ohhh vá hvað ég sakna gamla hverfisins núna - ég fæ bara tár í augun - sniff sniff

miðvikudagur, 27. september 2006 kl. 14:15:00 GMT+1  

Skrifa ummæli

<< Home