laugardagur, ágúst 18, 2007

Bogga og Hersteinn

komu í heimsókn 4. ágúst og voru hjá okkur í 10 daga. Við gerðum ýmislegt skemmtilegt saman. Borðuðum mikið og drukkum helling, versluðum og fórum á söfn – svona þetta týpiska. Við leigðum okkur líka bíl og keyrðum til Dover og gistum eina helgi. Þar sáum við the white cliffs of Dover, kastala, secret wartime tunnels sem eru inní hvítu klettunum og ýmislegt fleirra. Karlmenn þar í bæ voru ansi húðflúraðir og sumirhverjir sköllóttir, berir að ofan og karfa-rauðir af sól. Síðasta daginn keyrum til Sandwhic – yndislega krúttlegur bær. Þar stoppuðum við í nokkara klukkutíma, löbbuðum um bæjinn og fengum okkur svo Sunday roast áður en við lögðum í hann aftur. Síðan keyruðm við til Ramsgate, skoðuðum fjöruna þar og svo áfram til Isle of Sheppy en þar var ekkert að sjá svo að við ákváðum að keyra bara heim.

Síðasta mánudag átti Hersteinn afmæli, við héldum uppá það með stæl á veitingastaðnum Archipelago, sem er magnaður staður. Ekki fyrsta skipti sem við höfum farið þangað. Svo á þriðjudeginum voru þau farin. Endilega skoðið myndirnar.

Best að fara að taka sig til, Prince bíður eftir mér!

Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home