þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Arcade Fire

Fór á tónleika í gær með Arcade Fire án þess að hafa hugmynd um hvaða hljómsveit þetta væri, ásamt nokkrum vinnufélögum Sindra og vinum þeirra (allir Íslendingar nema ein). Googlaði þess vegna hljómsveitina áður en ég lagið af stað. Inná MySpace síðuna þeirra og fann þar eitt lag sem ég kannaðist við. Það er dálítið erfitt að vera á tónleikum þar sem maður þekkir ekki lögin og sér ekki neitt. Mér fannst reyndar lögin ágæt, minnti mig dálítið á Suede (og þó?). Sindra fannst þetta hinsvegar leiðinlegt þannig að við ákváðum að stinga liðið af og fara bara heim snemma. Sorry guys! Við vorum hvort eð er búin að týna liðinu. Þrátt fyrir að sjá ekki á sviðið, þá var sviðsmyndin, ef ég get kallað það það, rosa flott hjá þeim og ég gat allavega séð á kringlóttu skjáina sem voru hátt uppi sitt hvoru megin á sviðinu og á bak við sviðið og sýndu það sem var að gerast á sviðinu frá nokkrum sjónarhornum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home