miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Vinnuhelgi og smá óhapp

Lúlli og Laila komu yfir til okkar á laugardagsmorguninn með fartölvur og náttföt. Byrjuðum daginn á því að fá okkur enskan morgunverð á stað nálægt okkur. Fyrir þá sem ekki vita er Laila að læra Fashion Jurnalism og er að vinna í MA verkefninu sínu núna. Verkefnið er Inflight magazine og erum við Lúlli að gera layoutið fyrir blaðið. Laila skrifar allar greinarnar o.fl. Við unnum alveg fram á mánudagskvöld og komum miklu í verk. Seinna um kvöldið eftir að L & L voru farin heim tókst mér að detta um snúruna að untanáliggjandi harða diskinum mínum og hann datt í gólfið og bilaði auðvitað. Öll vinna helgarinnar (sko bara mín vinna) inná honum og blaðið þarf að vera tilbúið eftir víku! Ekki má gleyma allt hitt dótið sem var inná diskinum.
Ég fór í gær með diskinn til Data Recovery fyrirtækis og kostaði það mig £99,88 að tékka á því hvort þeir gætu bjargað gögnunum og svo önnur £400 - £1000 að flytja gögn sem bjargað verður yfir á annan disk (sem er ekki innifalinn í veðinu). Þetta er auðvitað ótrúlegt verð.
Ég fékk að vita það í dag að það er hægt að bjara meirihlutanum af gögnunum. Sem er léttir.
Eva vinkona sem er að vinna hjá Nýherja, sagði mér að senda bara diskinn til sín og hún myndi bara láta gera við hann á verkstæðinu þar. Mikklu ódýrara en tekur auðvitað lengri tíma. En alveg þess virði.
Sem betur fer eru til útprent af því sem ég gerði um helgina og verð því enga stund að setja þetta upp aftur. Allar myndir sem ég notaði er Laila auðvita með hjá sér. Þetta reddast.

Ég er ekkert búin að herya frá SIX, hönnunarstofunni sem ég fór í viðtal hjá um daginn, geri ráð fyrir því að þau séu búin að ráða í stöðuna. Fékk reyndar smá freelance verkefni frá Offstump (þar sem Sindri er að vinna), ekkert merkilegt verkefni en gætu fylgt merkilegri verkefni í kjölfarið ef ég stend mig vel.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home