mánudagur, júní 20, 2005

Af með spikið!

Keypti kort í gym áðan, synnti 5 eða 600 metra, fór í ljós, fór heim, borðaði túnfisk, tómat og drakk appelsínusafa. Stefni líka á að drekka meira vatn, sem verður kannski ekki svo erfitt núna þar sem það er orðið svo helvíti heitt. Held að það hafi verið heitara hér en í BCN um helgina og átti erfitt með að sofnað í nótt fyrir hita. En ég er allavega byrjuð í heilsuátaki núna, í dag, ætla að minnka ofát og rugl – af með spikið!

Á miðvikudaginn flutti Albert (vann hjá Orego), kunningi Sindra til London og er byrjaður að vinna hjá VYRE (einsog Sindri). Hann býr hjá okkur núna þangað til hann er búinn að finna sér sína eigin íbúð. Í byrjun vikunar var Finnur (líka vinur Alberts) mættur hingað í vinnuferð (vinnur hjá Orego), framlegdi vinnuferðina auðvitað og gisti hjá okkur frá fimmtudegi til sunnudags. Það er alltaf gaman að fá Finn í heimsókn því að þá er alltaf planað eitthvað skemmtilegt. Það sem stóð uppúr var indverski veitingarstaðurinn Bombay Brasserie í South Kensington, ofboðslega góður matur og góð þjónusta. Forréttur, aðalréttur og Cobra Coffee í deser sem var hápunktur kvöldsins. Vorum færð inní betri stofuna þar sem drykkurinn, flamberað kaffi með whisky og appesínu bragði/keim, var búinn til með tilþrifum (sjá myndir). Glösin voru fyrst skreytt að innan með bráðnum sykri en glasið"for the lady" var skreytt sérstaklega. Svo var stefnan tekin á Soho og á gay clúbb sem heitir Too 2 Much, allt öðruvísi og skemmtilegri stemning en á streit klúbbum. Ég og Sindri höfðum farið þangað einu sinni áður með Írisi frænku minni og konu sem er að vinna með henni sem er samkynhneigð en þær vinna hjá Hjálpartækjamiðstöð TR og voru hér í vinnuferð í maí minnir mig. Annað skemmtilegt var líka vínsmökkunin sem ég var búin að segja ykkur frá.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home