miðvikudagur, júní 15, 2005

Vín smökkun í Soho

Mér og Sindra var boðið í vínsmökkun í gærkvöldi með Finni og Einari yfirmanni hans sem eru hér í vinnuferð. Vínsmökkunin fór fram hjá Milroy's of Soho. Þetta voru 6 mismunandi Bordeaux rauðvín. Fyrir aftan nafnið á víninu stendur hvaðan þau eru. Mer fannst vín nr. 3 og 6 best. Hef þó ekkert vit á vínum, en þetta var mjög gaman.

1. 2001 I´Enclos du Chateau Lezongars, 1 er Cotes de Bordeaux
2. 1999 Les Ailes de Berliquet, 2nd Wine of Chateau Berliquet, St. Emilion Grand Cru Classé
3 1997 Chateau de Fieuzal, Pessac-Léognan
4. 1995 Chateau Lanessan, Cru Bourgeois Supérieur, Haut-Médoc
5. 1995 Chateau Potensac, Grand Cru Bourgeois, Médoc
6. 1997 Clos du Marquis, 2nd Wine of Chateau Leoville Lascases, St.-Julien

Það eru svo komnar nokkrar nýjar myndir til viðbótar í mynda-albúmið mitt. Myndir frá vínsmökkununni, Emilíana Torrini tónleikana í Tate Britain og fl.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home