föstudagur, júlí 01, 2005

Loksins...

Loksins fékk ég bréfið frá CSM en hann neitaði mér. En ég er alveg sátt og hlakka til að byrja í Camberwell 12. september.

Við erum svo búin að vera með gesti í vikunni, Þór og kærastan hans Andrea. Þau buðu okkur svo út að borða (sem er díllinn í staðinn fyrir gistingu) í gærkvöldi á Great Eastern. Þurí systir hans Þórs kom til London í gær svo að hún kom líka með okkur út að borða. Eftir frábæra máltíð og einn drykk á barnum fórum við og fengum okkur fleirri drykki á Dragon, svona artí bar þar sem Banksy átti verk uppá vegg.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég samgleðst þér með væntanlega skólagöngu,það er kostur að námið sé samþjappað á eitt ár þegar skólagjöldin eru há. Eru ekki einhverjir möguleikar fyrir þig á styrk einhverstaðar?

Við förum af stað í Hornstrandagönguna á morgun, til Ísafjarðar , með báti þaðan í Aðalvík, göngum svo í Fljótavík þaðan í Hlöðuvík og svo endum við í Hornvík,þar sem bátur flytur okkur til Ísafjarðar mánudaginn 11. júlí.
Við verðum í tjöldum svo vonandi rignir ekki mjög mikið.
Ég óska ykkur góðrar ferðar til þíns föðurlands.
kær kveðja Alda Björk

sunnudagur, 3. júlí 2005 kl. 14:52:00 GMT+1  
Blogger Solla said...

Takk fyrir það og góða ferð sömuleiðis!

mánudagur, 4. júlí 2005 kl. 10:05:00 GMT+1  

Skrifa ummæli

<< Home