sunnudagur, mars 27, 2005

Óvæntir gestir

Ég gleymdi að segja ykkur frá því í síðasta bloggi að það er akkurat ár síðan við fluttum til London. Í dag er það sem sagt eitt ár og 3 dagar.

Fengum óvænta gesti um helgina, tveir bakpoka ferðalangar, Steini og Himmi. Fluginu þeirra í Keflavík, síðasta föstudag, var frestað sem gerði það að verkum að þeir missa af fluginu sínu í Standsted áfram á leiðinni til Köln, þar sem þeir áttu að mæta í brúðkaup núna í þessum skrifuðum orðum. Áttu þeir í staðinn bókað annað flug til Köln eld snemma í morgun til að ná í brúðkaupið, vöknuðu þeir svo í tæka tíð, að þeir héldu (og við reyndar líka) – kom síðan í ljós þegar þeir loks náðu í bíl útá lestarstöð að það var búið að flýta klukkunni um einn klukkutíma. Mættu 10 mín of seint í tékk inn og fengu ekki að fara um borð þó að þeir væru ekki með neinn farangur. Komu þeir svo með skottið á milli lappanna aftur hingað í morgun. Eru þó farnir aftur, ákváðu að fara til Brighton til að gera eitthvað í staðinn þar sem þeir þurftu að sætta sig við að hafa misst af brúðkaupinu. Koma svo aftur hingað á mánudag/þriðjudag til að ná í farangur sem þeir skildu eftir. Vona að þessi óheppni haldi ekki áfram þar sem þeir eiga allavega 6 vikna ferðalag eftir, flug til suð-austur Asíu og þaðan með lestum og ferjum í gegnum Kína, áfram til Pétursborgar og svo eitthvað ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home