fimmtudagur, mars 24, 2005

Stuðmenn

Haldiði að ég hafi ekki bara unnið tvo miða á Stuðmannatónleika í Royal Albert Hall hjá Lucky Fairs, Iceland Air í boði Baugur Group! Er að fara í kvöld með Sindra. Við höfum heldur aldrei séð þá á sviði þannig að þetta verður spennandi. Svo er aldrei að vita nema maður hitti einhverja Íslenska vitleysinga sem hafa flogið til London sérstaklega til að fara á þessa tónleika.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

vá, og hvernig var þetta ?
forvitnin alveg að fara með mig !
kveðja Alda Björk

fimmtudagur, 24. mars 2005 kl. 23:13:00 GMT  
Blogger Solla said...

Þetta var rosa stuð, þó að Royal Albert Hall hafi ekki einu sinni verið hálf full. Tveir menn sem kölluðu sig Hundur í óskilum hituðu upp. Þeir spiluðu t.d. á blokkflautum með nefinu. spes. Svo kom loksins að Stuðmönnum. Þeir koma auðvitað ekki á svið nema í fínum búningum. Að þessu sinni voru þeir í bláum uniformum sem stóð Royal Baking Bowder á bakinu. Efir hlé birtust þeir í Henson göllum sniðnum úr Íslenska fánanum. En þetta var stuð og fólk skemmti sér greinilega vel, dansandi í sætunum og undir lokinn voru þeir klappaðir upp fjórm sinnum.

laugardagur, 26. mars 2005 kl. 14:06:00 GMT  

Skrifa ummæli

<< Home