miðvikudagur, mars 09, 2005

This is me...

Ég talaði um daginn um Self Portrait sem við áttum að gera á illustration námskeiðinu. Áttum við, í stuttu máli sagt, ekki að gera eiginlega sjálfsmynd heldur eitthvað sem myndi lýsa okkur sjálf á einhvern hátt. Fyrir rest ákvað ég að gera þriggja ramma comic strip um sjálfa mig sem ég kalla This is me... – allar sannar sögur enn sem komið er. Hérna getið þið séð snilldina – svo er auðvitað kominn linkur hér til hliðar. Auk þess hef ég líka komið mér upp vísi af heimasíðu sem þið getið líka kíkt á ef þið viljið – linkur hér til hliðar á solla.net.

6 Comments:

Blogger Skoffínið said...

hahahahah snilld!!! Hlakka til að skoða meira á síðunni þinni:)
Væri kúl hugmynd að gera meira með þessari, hún er fyndin.

fimmtudagur, 10. mars 2005 kl. 09:44:00 GMT  
Blogger Solla said...

takk fyrir stelpur mínar, gott að vita að einhver hafi gaman af. Vonandi bætist einherjar fleirri við fljótlega...

kv, Solla fyndna

föstudagur, 11. mars 2005 kl. 00:41:00 GMT  
Blogger Arnþór L. Arnarson said...

Helv. flottar myndir! Ég þekkti þig og Sindra nó problem í þeim. ;)

En svo vaknar ósvífnis púkinn í mér. Sem er svona góður litlubarnapúki með stór blá augu, sem spyr ansnalegra en beinskeittra spurninga, og heldur að hann geti sagt hug sinn um alla hluti, jafnvel þegar það kemur asnalega út, fyrir alla. En hérna er hann samt.

Halló. Ég er ósvífnispúkinn.
Mér fannst ég ekki kynnast persónunni Sollu neitt frekar. Hver er Solla? Manneskja sem er klaufi með kerti og straujárn? Nagar hún neglurnar sínar af því að hún hefur áhyggjur, eða er hún óörugg. Yfir hverju hefur hún áhyggjur? Ef hún er óörugg, hver er þá þinn duldi myrki ótti sem býr kannski í einu þröngu horni sálarstrigapokans?
Ég er ósvífnispúkinn er með mörg svona lítin skrítin horn í sálarpokanum mínum, sem safnar allskonar skrítnu dóti og skít. Ég tala stundum um það við annað fólk. Jafnvel þó það sé asnalegt. En það er auðvitað ósvífni, en ég er ósvífnis púkinn, og ég er litlubarnalegur.
Bless bless Solla. :)

Jæja þarna kom púkinn, og þarna fór hann. Efir að segja eitthvað um hluti sem við erum stundum ekki tilbúin að ræða. En hann er góður púki, ekki vondur púki. Kannski er hann bara engill, sem hefur enga vængi.
Bless bless Solla. :)

Þarna kvaddi stórubarnapúkinn Arnþór.

(Ps. ósvífnis púkinn vill að lokum bæta við: Það er svo þægilegt að lesa bloggið þitt, því þannig fréttir maður svo miklu meira af Sindra. Því að hann er ekki búinn að finna litla púkann sinn sem gæti sagt okkur fréttir úr sálarpokanum hans, eða mengi því sem hann er stak í, kallað lífshlaup eða tilvera. En stundum er gott að hafa enga púka. Þeir eru svo ansalegir og ósvífnir.)

sunnudagur, 13. mars 2005 kl. 13:23:00 GMT  
Blogger Ally said...

Snilld!!!

sunnudagur, 13. mars 2005 kl. 16:18:00 GMT  
Blogger Solla said...

Þessar sögur voru ekki ætlaðar til að vekja upp djúpar spurningar. Eitt bros eða tvö er alveg nóg.

sunnudagur, 13. mars 2005 kl. 18:30:00 GMT  
Anonymous Nafnlaus said...

Myndirnar eru flottar, ég bæði brosti og hló, en ef ég á að vera heiðarleg flaug einhvað í líkingu við það sem Arnþór sagði í gegn um huga mér, því þú Solla kemur mér fyrir sjónir, nokkuð sterkur karekter, kanski ertu feimin að láta þinn innri mann flæða fram ! Taktu flugið stúlka mín !
kveðja frá Öldu Björk

mánudagur, 14. mars 2005 kl. 17:29:00 GMT  

Skrifa ummæli

<< Home