þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Á réttum stað á réttum tíma

Það skiptir máli að vera á réttum stað á réttum tíma, þá gerast óvæntir og skemmtilegir hlutir. Í dag er ár síðan við Sindri hittumst í fyrsta skipti. Hérna er stutt en fyndin saga frá þeim merka atburði.
Mér var boðið í afmæli fyrr um kvöldið til Þórs, kærasta Evu. Einhverra hluta vegna dróg ég Helgu (Árna) með mér í afmælið. Þegar við vorum búnar að drekka nóg af bollunni fór Helga með mig á Sirkus til að hitta
Svanhvíti vinkonu sína. Þar var líka Hlynur, kærastinn hennar og vinur hans. Það var laust sæti við hliðina honum svo að ég þurfti að setjast þar. Við byrjuðum að tala saman, ég hafði nú séð strákinn áður en vissi ekkert um hann. Sindri segir mér seinna að hann hafi verið að reyna að kyssa mig en ég ekki tekið eftir því. hi hi hi (Búin að drekka nokkra bjóra) Það var ekki fyrr en hann spurði " má ég bíta þig?" að ég tók við mér. En þið sem voruð á staðnum vitið hvað gerðist næst.

2 Comments:

Blogger Arnþór L. Arnarson said...

Undursamlegt! Mér finnst þetta alveg sérlega þjóðleg og rómantísk saga. Meinandi, að sjálfsögðu, hina eldfimu blöndu áfengis og ástleitni, sem hefur fylgt þjóð vorri og e.t.v. nokkrum öðrum lítilfjörlegri þjóðum, sem tekur ekki að nefna, í gegn um aldirnar. Sem sagt, fallegt fallegt. Til hamingju! :)

miðvikudagur, 10. nóvember 2004 kl. 23:17:00 GMT  
Blogger Solla said...

Takk :D

fimmtudagur, 11. nóvember 2004 kl. 10:52:00 GMT  

Skrifa ummæli

<< Home