fimmtudagur, janúar 27, 2005

Working woman verðandi black woman?!

Já.... mín er komin með vinnu. Fyrrverandi managerinn minn hjá Geox (skóbúð sem ég vann í áður) bauð mér vinnu þar sem hún er manager núna. Alltaf gott að hafa sambönd... ha, myndi samt frekar vilja hafa einhver sambönd í hönnunar geiranum.
Þetta er sko Tanning Salon (ljósa-stofa), alveg glæ ný og opnaði í dag en það kom enginn í ljós ..nema næpan ég. Og getiði hvað?!! Laila og Lúlli eru að vinna þarna líka!! en því miður verð ég aðallega á morgunvöktum og þau á kvöldvöktum. Morgunvaktin er frá 8 til 2, þannig að ég þarf að vakna kl. 6 takk fyrir og mér sem finnst svo gott að sofa.
Annars man ég ekki eftur neinu fleirra í bili... later.

3 Comments:

Blogger Arnþór L. Arnarson said...

Fylgir ekki djobbinu að leggjast á grillið?

fimmtudagur, 3. febrúar 2005 kl. 13:24:00 GMT  
Blogger Solla said...

Ég er að vinna i þessu og er af og til á grillinu en er dálitið lengi að fá lit, er aðallega orðin freknótt, voða sætt. Svo fylgir djobbinu líka að vera í hvítum slopp svona þið vitið einsog hjúkkur eru í.

sunnudagur, 6. febrúar 2005 kl. 19:55:00 GMT  
Blogger Skoffínið said...

hahahahahaha eruð þú, Laila ooooog Lúlli að vinna á sömu ljósastofunni???? Nú bara köfnuðum við Þór úr hlátri hahahahah nú er bara að grilla sig og mæta tilbúin á ströndina. Hvernig er það....getum við Þór fengið vinnu þarna líka??? LOL

miðvikudagur, 16. febrúar 2005 kl. 17:35:00 GMT  

Skrifa ummæli

<< Home