mánudagur, desember 06, 2004

Snillingahornið!

Ég veit ekki hvað það er stundum getur maður verið svo vitlaus. Mér tókst að sulla kertavaxi í fína græna teppið okkar. Nokkrum dögum seinna spyr ég ráða um hvernig maður geti náð kertavaxi út teppi. Svarið var að strauja það úr og hafa bökunarpappír á milli af því að pappírinn myndi draga kertavaxið í sig – góð hugmynd! Í gær ákvað ég að gera þetta. Stilli straujárnið á 3 punkta og bíð eftir að það hitni og Skelli straujárninu á bökunarpappírinn sem ég var búin að leggja yfir svæðið. Svo efir smá stund var ég farin að sjá að kertavaxið hafði farið inn í pappírinn. Svo ríf ég pappírinn af og sé að ég er búin að bræða teppið. oh my gad! hvað er ég búin að gera?!! Hvað var ég að pæla?!! Ég trúi þessu varla ennþá.
Af hverju stillti ég ekki járnið á minnsta hita og prófaði einn blett fyrst til að athuga hvort þetta virkaði? Ég geri það alltaf þegar ég strauja flík sem er úr gerviefni.

2 Comments:

Blogger Ally said...

Hahahaha þetta er náttúrulega bara viðbjóðslega fyndið!!!!

mánudagur, 17. janúar 2005 kl. 22:56:00 GMT  
Blogger Skoffínið said...

Þú ert svo mikill snillingur - og teppið .....já þetta er alveg risabræddur blettur hahahahaha

sunnudagur, 23. janúar 2005 kl. 16:02:00 GMT  

Skrifa ummæli

<< Home