mánudagur, janúar 17, 2005

Self Portrait

er fyrsta verkefni á illustration námskeiðinu sem ég er á. Hérna kemur lýsing á verkefninu "The idea if this project is to communicate to the group the essence of you. What are your passiones loves, fears, hates. How do you want to be portrayed." og svo "You can not draw a picture of your self!" hmm... "The medium and format of your piece of work are open. It could be as series of photographs, drawings, a film, a magazine/fanzine, a collection of objects, typographic illustrations." ...dálitið svona arti farti námskeið þar sem mikið er lagt uppúr hugmyndafræðinni sem er svo sem hið besta mál. Mér veitir svo sem ekki af svolítilli hugmyndafræði. Í tilefni af þessu verkefni ætla ég að skella mér á National Portrait Gallery núna (þó að ég eigi ekki að gera mynd af sjálfri mér).

3 Comments:

Blogger Arnþór L. Arnarson said...

Hey ég held að þetta gæti verið eitthvað fyrir mig. Þeir eru aksjúlí að biðja mann að velta sér upp úr sjálfum sér. En ég er einmitt sérfræðingur í svoleiðis.

En gangi þér vel í þessu. Ég held einmitt að það, að velta sér upp úr sjálfum sér, sé algerlega krítískt fyrir listamann. Kannski er það einmitt það sem knýr listina áfram?? Kannski.

mánudagur, 17. janúar 2005 kl. 12:15:00 GMT  
Blogger Solla said...

Það ættu kannski sem flestir að skella sér í þetta verkefni með mér. Gæti verið góð sjálfsskoðun og góð leið til að rækta listamanninn í sjálfum sér.

miðvikudagur, 19. janúar 2005 kl. 21:57:00 GMT  
Blogger Ally said...

Listamaðurinn í mér liggur svo djúpt að hann verður ekki fundinn.

fimmtudagur, 20. janúar 2005 kl. 10:39:00 GMT  

Skrifa ummæli

<< Home