sunnudagur, janúar 16, 2005

Selebrety spotting

Ég sat á Kaffibrennslunni með Boggu og inn kemur útlensk kona ásamt nokkrum mönnum og settust á næsta borð og var það engin önnur en hin fræga leikkona (ok... kannski ekki svo fræg en samt) Laura Harris sem lék Marie Warner í hinum æsispennandi þáttum "24". Bogga vissi nottla ekki hver hún var af því að hún hefur ekki séð þættina. Fyrir þá sem ekki muna þá lék hún litlu systur Kate Warner (Sarah Wynter) sem síðar reyndist vera hryðjuverkamaður ...dúddírú.. Ég hefði líka getað hitt Kiefer Sutherland, öðru nafi Jack Bauer, ef hann hefði látið sjá sig í áramótapartíð hjá frænku minni.. honum var sko boðið þangað.
Fyrir utan það hef ég líka séð Kyle MacLachlan sem hefur meðal annars leikið FBI-manninn í "Twin Peaks" og getulausa eiginmanninn í "Sex in the City". Svo þykist ég líka hafa séð fræga Hollywood leikkonu
í London Zoo síðasta sumar. Ég man bara ekki hvað hún heitir og man heldur ekki eftir neinni mynd sem hún hefur leikið í. Mitt frábæra minni í hnotskurn. Hún var sko ein í dýragarðinum og hvaða fræga Hollywood leikona er að spóka sig ein í dýragarði? Það sá hana enginn nema ég svo mér var ekki trúað. Þannig að ég hef eiginlega bara séð tvennt frægt fólk.
Hvaða fræga fólk hafið þið séð?

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hei beib
eg sa einusinni cameron diaz i rom tegar tad var verid ad taka upp gangs of new york tar. en eg tok vist eigilega bara eftir fallegu ljosblau kapunni hennar.
annars held eg ad eg se soldid minnislaus tegar ad fraegu eda half fraegu folki kemur og virdist ekki tekkja tad i sjon...
b.

sunnudagur, 23. janúar 2005 kl. 20:27:00 GMT  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæbb - verð að monta mig að ég hef nú séð allt crewið í gangs of N.Y. þar sem ég var stadisti. C.Diaz (sá henni reyndar líka bregða fyrir á Fiumincino), L. DiCaprio og sjálfan Scorsese... Daniel Day Lewis war samt lang, lang-flottastur og mest professional. En eini maðurinn sem ég spjallaði við var Gary Lewis, sem kom síðan og lék í Niceland. Hann spurði mig einmitt heilmikið um Ísland... svo hver veit - kanski ég hafi átt hlut í að plögga hann fyrir myndina!
Held að þetta sé allt og sumt, enda er ég svo utan við mig að ég tæki ekki eftir fræga fólkinu þó að ég gengi á það!
kveðja, Helga Ág.

föstudagur, 28. janúar 2005 kl. 15:33:00 GMT  

Skrifa ummæli

<< Home