fimmtudagur, desember 02, 2004

Heimilislæknir

Miðað við hvað allt er flókið hérna er ég hissa á því hvað það var auðvelt að fá heimilislækni eða GP einsog það er kallað á ensku. Ég hringdi á læknastofuna sem er bara í næsta húsi (mjög henntugt) og ég þurfti bara koma að skrá okkur, sýna proof of address, og þá var það komið. Ég átti svo tíma í dag til að fá lyfseðil fyrir pillunni. Leist líka ágætlega á lækninn, virtist vita eitthvað í sinn haus. Þurfti ekki að borga fyrir tímann, ekkert fyrir lyfseðilinn og ekkert fyrir pilluna heldur! Venjulega borgar maður bara fyrir lyfseðilinn, um £6.
Komst reyndar líka að því að ég hef stækkað um 2 cm síðan ég var mæld síðast. Ég hélt að ég væri 169,5 cm ...nei nei, 171,5. Mér datt ekki í hug að ég væri enn að stækka.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home