sunnudagur, febrúar 13, 2005

Gæludýra rottur

Jamm ... rottur geta líka verið gæludýr! Einsog svo oft áður fórum við Sindri, Lúlli og Laila í smá leiðangur. Fórum á rottusýningu hjá National Fancy Rat Society til að skoða kvikindin. Við fengum að halda á nokkrum rottu-ungum (kittens) og það var alls ekki svo hræðilegt (nema einn pissaði á mig), rottur eru ægilega sætar. Það eina sem flestum finnst óhugnarleg er halinn. Laila fékk alveg hroll. he he ... Rottu eigendurnir voru flestir all-skrítnir vægast sagt, sé eftir því að hafa ekki tekið myndir af þeim. En endilega kíkið í mynda-albúmið mitt til að skoða rotturnar.

Aldrei að vita hvort við fáum okkur gæludýra rottu einhverntímann ...

1 Comments:

Blogger Arnþór L. Arnarson said...

Rotturnar í vinnunni hefðu bara verið soldið sætar, ef það hefði ekki verið svona vond lykt af þeim, og svo voru þær svo blautar. Og hlupu bara í burtu þegar maður ætlaði að klappa þeim. Ætli það sé til svona rottu-þjálfun, þar sem rottur læra að sitja og rúlla sér? Bara að pæla.

miðvikudagur, 16. febrúar 2005 kl. 00:38:00 GMT  

Skrifa ummæli

<< Home