Borðað með guðsgöfflunum
Það góða við að búa í london er að það er hægt að gera svo margt öðruvísi. Við Sindri, Lúlli og Laila héldum uppá afmælið hennar Boggu á föstudaginn (fyrir viku). Fórum með hana á Eþiópískan veitingasta sem heitir Lailibela. Réttirnir voru bornir fram í litlnum pottum, svo skammtaði maður matnum ofaná Injera (brauð) pönnuköku sem var í miðjunni, svo voru rúllur af þessu sama brauði sem maður reif litla búta úr til að ná sér í matarbita með. Reyndar var þetta brauð frekar súrt á bragðið en maður tók ekki eftir því nema ef maður fékk sér það eintómt. Annars var maturinn mjög góður og líka semmtilegt að borða með guðsgöfflunum.
Ég er ekki mikil kaffikona en þarna smakkaði ég besta kaffi sem ég hef fengið. Þjónninn kom fyrst með stóra skeið af kaffibaunum sem hún var að brenna til að leyfa okkur að finna kaffi-lyktina. Svo var komið með uppáhellt kaffið í könnu og brennandi reykelsi á bakka.
Ég er ekki mikil kaffikona en þarna smakkaði ég besta kaffi sem ég hef fengið. Þjónninn kom fyrst með stóra skeið af kaffibaunum sem hún var að brenna til að leyfa okkur að finna kaffi-lyktina. Svo var komið með uppáhellt kaffið í könnu og brennandi reykelsi á bakka.
1 Comments:
Kaffi er gott.
Skrifa ummæli
<< Home