sunnudagur, nóvember 28, 2004

Strembin vika

Úff... búin að vera erfið vika. Skráði mig á viku námskeð, undirbúiningsmám fyrir IELTS. IELTS, International English Language Testing System, er staðall/próf sem flestir skólar á háskólastíg í Englandi vilja að umsækjendur hafi sem ekki hafa ensku sem fyrsta tungumál. Svo þarf maður að ná ákveðinni einkunn, fer eftir tegund af námi/skóla hverjar kröfurnar eru. Tók svo prófið í gær og gekk sæmilega, nema þó í Writing kaflanum, ekki alveg nógu fljót að tjá mig skriflega. Prófinu er skipt í fjóra hluta, Listening, Reading, Writing og Speaking. Þetta er frekar strembið próf og snýst aðallega um að gera allt á sem styðstum tíma, frekar stressandi. Einkunn kemur svo eftir ca tvær vikur. Þeir sem vilja vita meria um þetta próf ýtið hér. Meðfram því að læra fyrir námskeiðið/prófið var ég að klára minn hluta í magazine layoutinu fyrir blaðið (það heitir Klakinn) hennar Lailu. Tókum gott session saman á fimmtudagskvöldinu heima hjá mér til að ganga frá öllu fyrir prent (!!!!), Lúlli og Laila fórum heim til sín um 5 leitið (eftir miðnætti) :P Það verður gaman að sjá blaðið þegar búið er að prenta það. Eyddi svo restina af laugardeginum í að sofa, vinna upp svefnleysi vikunnar.

Svo styttist í það að maður heimsæki klakann, hlakka til.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home