mánudagur, febrúar 21, 2005

LFW

Laila var svo góð að bjóða mér með sér á London Fashion Week síðasta miðvikudag. Ég fékk að vera "aðstoðarmaður" blaðakonunnar Lailu. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og vorum ansi duglegar að fá okkur bjóra og rauðvín á milli sýninga. Ég fór með henni á 3 sýningar. Fyrir hádegi var Amanda Wakeley, sem var svo sem ekkert merkileg sýning nema hvað, þarna tók ég eftir því að módel eru risar. Síðdegis var það Jean-Pierre Braganza og svo Belle & Bunty um kvöldið sem var mjög skemmtilegt, kannski vegna þess að ég og laila vorum orðnar aðeins góðar með okkur og náðum góðum sætum. Þeir sem sitja í góðum sætum fá víst yfirleitt eitthvað skemmtilegt fríbie dót. Á þessari sýningu fengum við fullan poka af snyrtivörum, hárdóti og 12 ára gamalt Whiskey. Ég var svo ægilega sniðug að taka batteríslausa myndavél með mér að ég náði ekki að taka mikið af myndum en allar sex eru í mynda-albúminu mínu.

Til hamingju með afmælið Helga mín!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home