þriðjudagur, mars 08, 2005

Löng helgi i Barcelona

Þetta var góð góð helgi. Barcelona er yndisleg borg. Ég held að ég hafi ekki hætt að brosa allan tíman. Einn daginn hlýt ég að eiga heima þarna og kunna spænsku reiprennandi.
Hittum Evu og Þór á Plaza Catalunya á föstudagskvöldið og fórum þaðan heim til þeirra í Borne og skiluðum af okkur farangrinum og fórum út að borða á Tapas stað, drukkum Sangríu og bjór. Héldum áfram drykkju á Mamainé sem er á Plasa (Paseo) del Borne þar sem kona í gíraffakjól serveraði Mojitos og öðrum drykkjum ásamt poppkorni. Mæli með honum, fór þangað nokkrum sinnum í hitt-í-fyrra-sumar með Boggu.
Daginn eftir fórum við í heimsókn til Brynju, Gísla og Ými og fórum svo út í Lunch með þeim. Skildum við svo við þau og fórum heim til að hvíla okkur og gera okkur fín. Um kvöldið var svo Þorrablót Íslendigafélagsins í Barcelona þar sem við fengum góðan íslenskan mat og er hangikjöt með uppstúf og kartöflum mitt uppáhalds. Hittum þar til dæmis Eyjó og fleirri kunnuleg andlit. Eftir matinn var svo sungið hástöfum íslensk lög með harmonikku undirspili Óla Adolfs (minnir mig að hann hafi heitið). Svo var Þórhalldur DJ sem spilaði skemmtilega músik með græju sem stóð á Diskótekið Dísa. Eftir þetta var svo haldið heim til Evu og Þórs með tíu bjóra sem við keyptum af manni útá götu fyrir eina evru stykkið. Náðum ég og Eva að vaka til 7 um morgunin eftir að hafa fylgt Brynju heila á höldnu að lestarstöðinni um 5 leitið.
Sunnudagurinn fór í meira át, göngutúr um Römbluna og ferð í Teleféricos de Barcelona þar sem við fengum gott útsýni yfir borgina. Gengum svo með fram ströndinni og löbbuðum hring i kringum Sagrada Família. Fórum svo á heimaslóðir og borðuðum frábæran mat á fínum veitinsgastað sem heitir Sikkim á Plaza Comercial í Borne. Ég fékk mér Önd með jarðaberjum, vínberjum og engifer sultu einhverskonar. Eva fékk sér Lamb með súkkulaðisósu, perum og eplum.
Mánudagur var svo heimferðardagur, náðum þó að hitta Brynju aftur og borða meiri mat saman. Ég og Sindri kvöddum svo liðið sem þurfti að fara að sinna sínu, Eva meðal annars var að fara í skólann í fyrsta sinn, svo að við Sindri höfðum 3 tíma útaf fyrir okkur áður en við lögðum af stað útá flugvöll.

Takk fyrir mig!!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð að komast til þessarar borgar, ég samgleðst ykkur , að hafa getað átt gott frí saman, hitt góða vini, og notið lífsins.
bless Alda Björk

miðvikudagur, 9. mars 2005 kl. 09:29:00 GMT  

Skrifa ummæli

<< Home