fimmtudagur, mars 03, 2005

To the dogs

Fór með hópnum á illustration námskeiðinu í smá vettfangsferð síðasta þriðjudag til að teikna og fá smá innblástur – og var ferðinni heitið á Walthamstow Stadium þar sem keppt er í Grayhound racing. Þarna gat maður lagt pening undir og fengið meiri pening til baka ef maður var heppinn. Emma lagði eitt pund undir og fékk tíu til baka. Sara lagði undir 50 pence og vann eitt pund og 75 pence – þannig að það var svo sannarlega lukka með í för. En að teikna hunda á þessari ferð er ekki hægt svo maður hélt sig bara við að teikna gömlu karlana og kerlingar sem voru þarna í góðum gír að veðja á sína hunda, drekka bjór og narta í franskar með vinegar og salti. Ég auðvitað gleymdi að taka með myndavél svo ég reyna að múta einhverjum til að láta mig fá nokkrar myndir.
Þetta er ábyggilega fínn staður til að fara út og gera eitthvað svona öðruvísi sérstaklega ef maður er grand á því og fer inn í fína partinn af höllinni þar sem er veitingastaður með útsýni á veðhlaupin.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Solla mín, þessi gleimska, maður er að missa af stórviðburðum, muna myndavél með í allar ferðir!!!!! 'eg hef ekki heldur séð Stuðmenn spila , nema í sjónvarpinu og bíómyndunum, er ég samt á svipuðum aldri og þau.
bless Alda Björk

föstudagur, 4. mars 2005 kl. 09:28:00 GMT  

Skrifa ummæli

<< Home