miðvikudagur, mars 02, 2005

Anaesthetic awareness

Var að hlusta á útvarpið, í fyrra dag minnir mig, það var verið að tala um anaesthetic awareness. Það er þegar sjúklingur sem er á leiðinni í aðgerð en er fullmeðvitaður þó það sé haldið að það sé búið að svæfa hann. Sjúklingurinn er algerlega lamaður og getur ekkert gert til þess að láta vita af því að hann sé ennþá vakandi og finni til. Hann getur ekki opnað augun eða gripið í neinn – svo er bara byrjað að operera.... skæri – skæri, hnífur – hnífur... sjúklingurinn finnur lykt af blóði, finnur að það er verið að hjakkast í sér og heyrir hvað er í gangi. úff... ég fæ alveg hroll...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home