sunnudagur, febrúar 27, 2005

Þorrablót

Þorrablót Íslendigafélagsins var haldið hér í London í gær. Þráin Bertelsson hélt einhverja ræðu sem ég heyrið ekki helminginn af, líklega vegna þess að hann talaði of lágt eða þá að hljóðkerfið hafi verið lélegt svo hélt hann ræðuna á ensku (til hvers?) sem hélt alls engri athygli hjá fólkinu. Felix Bergsson var veislustjóri kvöldsins. Það sem stóð uppúr var auðvitað íslenski maturinn þ.e. sá matur sem var ekki súr og brennivínið. Hljómsveitin Buff spilaði eftir matinn við góðar undirtektir, spilaði íslensk og ensk lög til skiptis. Næstu helgi er svo þorrablót Íslendigafélagsins í Barcelona og munum við Sindri koma við þar líka ...skemmtilegt! Hlakka svo til að hitta Brynju vinkonu og Evu sem er ný flutt þangað.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hittuð þið ekki einhverja landa sem þið þekktuð eða kannist við ?
á ekki að skella sér á stuðmannatónleika?
vá tvö þorrablót ! Góða skemmtun í Basselona !

mánudagur, 28. febrúar 2005 kl. 15:00:00 GMT  
Blogger Solla said...

Jú maður sá auðvitað nokkur kunnuleg andlit. Hitti stelpu sem vann með mér í Hagkaup í gamladaga, hún er búin að vera hérna í 5 ár.
Það væri kannski málið að skella sér á Stuðmanna ball, hef aldrei séð þá spila... Hvað segiru um það Sindri? :P

miðvikudagur, 2. mars 2005 kl. 18:58:00 GMT  
Blogger Sindri said...

Hvað kostar það? :P

miðvikudagur, 2. mars 2005 kl. 19:56:00 GMT  
Blogger Solla said...

hmmm.... veit ekki

föstudagur, 4. mars 2005 kl. 10:40:00 GMT  

Skrifa ummæli

<< Home