mánudagur, nóvember 28, 2005

Þá erum við búin að fara til Cambridge

Fórum til Cabridge á laugardaginn. Bjarki (vinnufélagi Sindra) og Bryndís konan hans buðu í innfluttningspartý. Hérna eru nokkrar myndir sem við tókum daginn eftir. Mundi ekki eftir myndavélinni í partýinu.

föstudagur, nóvember 25, 2005

brrrrr....

Það er kalt. Vildi að ég ætti ullarnærföt núna. en það er ekkert að marka mig, mér er yfirleitt alltaf kalt. Hitaelementið er bilað hjá mér.

Thað var elduaður Thanks giving matur heima hjá mér í gærkvöldi. Það eru fjórir amerikanar með mér í bekk (það er víst óvenjulegt). Ég eldaði reyndar ekki, hjálpaði þó smá til. Þar sem það var ekki til kalkúnn og heldur ekki kjúklingur var önd fyrir valinu og stuffing með. Sem var ágætt.

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Í dag óska ég Allý frænku minni til hamingju með afmæli. Hún lengi lifi!

laugardagur, nóvember 12, 2005

Boggulíus á ammæli í dag!!

Hæ skvís, til hamingju með daginn og góða skemmtun í kvöld!

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Archipelago, Exploring the Exotic

Það er ekki á hverjum degi sem maður getur fengið sér páfugl, krókódíl, kengúru, súkkulaðihúðaða sporðdreka, eftirrétti og drykki sem innihalda 24 karata gull á einum stað. Í gærkvöldi fórum við með Lailu og Lúlla á ótúlega kósí stað sem heitir Archipelago, rétt hjá Warren street lestarstöðinni. Ég rakst á þennan stað á netinu þegar ég var að leita að veitingarstað til að bjóða Sindra á þegar hann átti afmæli en fengum ekki borð þá.