mánudagur, maí 23, 2005

Júrótrash

Ætlaði að blogga eitthvað um Júróvisjon keppnina á föstudaginn, en veit ekki. Ég og Sindri fórum aftur til Soffíu til að horfa á aðal keppnina. Hún gaf okkur fajitas að borða og það var gott. Takk fyrir okkur. Það er nú alltaf gaman að horfa á júróvisjon, en ekki það sama þegar Ísland er ekki með. Leiðinlegt að fleirri höfðu ekki húmor fyrir Wig Wam. In my dreams var snilldar lag. Svo sem allt í lagi að Grikkland hafi unnið, ágætils lag svo sem – það var bara ekkert eftirminnilegt. Eina sem situr eftir í minningunni eru leggirnir.

Allavega ... var að koma heim úr bíó, Star Wars III var mögnuð!
farin að horfa á Twin Peaks ;)

föstudagur, maí 20, 2005

Þjóðarsorg

Þetta er þjóðarsorg fyrir Íslendinga, aumingja Selma að komast ekki áfram. Ég bara skil ekkert í þessu, ég held að engum hafi dottið annað í hug en að hún kæmist áfram. Kannski var það búiningurinn, maður veit aldrei eða of fáir íslendingar. Það verður ekki jafn gaman að horfa á Eurovision á laugardaginn. Ég get þó haldið með Norðmönnum.

fimmtudagur, maí 19, 2005

In my dreams...

Mikill spenningur í loftinu, það eru nebblilega "semi finals" í kvöld í Eurovisioninu. Ég og Sindri ætlum til Soffíu á eftir til að horfa á það (eigum sko ekki sjónvarp ...ennþá). Við ætlum að halda með Noregi að þessu sinni (ótrúlegt en satt), þeir eru með snilldar lag, svona glysrokk. – Þar sem ég er líka normaður er ég afsökuð fyrir að svíkja lit, en ætli maður haldi ekki smá með Íslandi líka – af því að ég er líka íslendingur.

þriðjudagur, maí 10, 2005

Silk and Satin

Ha ha ha... þetta er víst að ganga núna, varð að prófa líka

My Boobies' Names Are: Silk and Satin

miðvikudagur, maí 04, 2005

Allt að gerast

Var rétt í þessu að fá póst, afmælis pakka frá tengdó. Í honum var risa kort af Noregi, travel guide bók um Noreg og diskur með Emelíönu Torrini, hlakka til að hlusta á hann. Takk fyrir mig!! svo fékk ég líka bréf frá Camberwell. Þau voru pleased to provide me with a place on the full time course. Skemmtilegt! en ég hef 21 dag til að ákveða mig – á ennþá eftir að heyra frá Saint Martins.