fimmtudagur, janúar 27, 2005

Working woman verðandi black woman?!

Já.... mín er komin með vinnu. Fyrrverandi managerinn minn hjá Geox (skóbúð sem ég vann í áður) bauð mér vinnu þar sem hún er manager núna. Alltaf gott að hafa sambönd... ha, myndi samt frekar vilja hafa einhver sambönd í hönnunar geiranum.
Þetta er sko Tanning Salon (ljósa-stofa), alveg glæ ný og opnaði í dag en það kom enginn í ljós ..nema næpan ég. Og getiði hvað?!! Laila og Lúlli eru að vinna þarna líka!! en því miður verð ég aðallega á morgunvöktum og þau á kvöldvöktum. Morgunvaktin er frá 8 til 2, þannig að ég þarf að vakna kl. 6 takk fyrir og mér sem finnst svo gott að sofa.
Annars man ég ekki eftur neinu fleirra í bili... later.

mánudagur, janúar 24, 2005

Fórum á íkornaveiðar

síðasta laugardag með Lúlla og Lailu í Victoria Park. Settum hnétur í bandspotta og lokkuðum þannig íkornana að. Þegar þeir voru búnir að krækja sér í hnétuna héldu sumir sér svo fast í að þeir héngu í spottanum. Aðrir voru gáfaðari og föttuðu að naga bara bandið í sundur. En allir fengu þeir hnétu sem þorðu að tala við okkur. Öll skemmtum við okkur konunglega en þegar okkur var orðið og kalt og íkornarnir saddir fórum við inná næsta pöbb, fengum okkur bjór og hnétur. Þegar við vorum orðin svöng fórum við á indverskan stað í nágrenninu og borðumðum á okkru gAt. Rúlluðum heim til okkar og spiluðum Catan fram eftir nóttu.

Var að setja upp mynda gallerí á flickr og getið þá skoðað myndir frá deginum. Fleirri myndir koma inn með tímanum.

Vil líka óska Brynju til hamingju með daginn í gær – Hamingju með ammælið skvís!!

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Ég finn ekki

Understanding Comics bókina mína eftir Scott McCloud. Kannast einhver við það að vera með hana í láni?

mánudagur, janúar 17, 2005

Self Portrait

er fyrsta verkefni á illustration námskeiðinu sem ég er á. Hérna kemur lýsing á verkefninu "The idea if this project is to communicate to the group the essence of you. What are your passiones loves, fears, hates. How do you want to be portrayed." og svo "You can not draw a picture of your self!" hmm... "The medium and format of your piece of work are open. It could be as series of photographs, drawings, a film, a magazine/fanzine, a collection of objects, typographic illustrations." ...dálitið svona arti farti námskeið þar sem mikið er lagt uppúr hugmyndafræðinni sem er svo sem hið besta mál. Mér veitir svo sem ekki af svolítilli hugmyndafræði. Í tilefni af þessu verkefni ætla ég að skella mér á National Portrait Gallery núna (þó að ég eigi ekki að gera mynd af sjálfri mér).

sunnudagur, janúar 16, 2005

Selebrety spotting

Ég sat á Kaffibrennslunni með Boggu og inn kemur útlensk kona ásamt nokkrum mönnum og settust á næsta borð og var það engin önnur en hin fræga leikkona (ok... kannski ekki svo fræg en samt) Laura Harris sem lék Marie Warner í hinum æsispennandi þáttum "24". Bogga vissi nottla ekki hver hún var af því að hún hefur ekki séð þættina. Fyrir þá sem ekki muna þá lék hún litlu systur Kate Warner (Sarah Wynter) sem síðar reyndist vera hryðjuverkamaður ...dúddírú.. Ég hefði líka getað hitt Kiefer Sutherland, öðru nafi Jack Bauer, ef hann hefði látið sjá sig í áramótapartíð hjá frænku minni.. honum var sko boðið þangað.
Fyrir utan það hef ég líka séð Kyle MacLachlan sem hefur meðal annars leikið FBI-manninn í "Twin Peaks" og getulausa eiginmanninn í "Sex in the City". Svo þykist ég líka hafa séð fræga Hollywood leikkonu
í London Zoo síðasta sumar. Ég man bara ekki hvað hún heitir og man heldur ekki eftir neinni mynd sem hún hefur leikið í. Mitt frábæra minni í hnotskurn. Hún var sko ein í dýragarðinum og hvaða fræga Hollywood leikona er að spóka sig ein í dýragarði? Það sá hana enginn nema ég svo mér var ekki trúað. Þannig að ég hef eiginlega bara séð tvennt frægt fólk.
Hvaða fræga fólk hafið þið séð?

föstudagur, janúar 14, 2005

Í fréttum er þetta helst...

Ég kom aftur til london síðasta sunnudag. Fluginu seinkaði um 3 klukkutíma og þurfti svo í þokkabót að taka rútu frá Stansted af því að það var engineering works á lestinni. En það var gaman að koma heim, Sindri var búin að sakna mín alveg ógurlega mikið ..og ég hans.
Það var nú gott að koma aftur til Íslands um jólin og eyða smá tíma með fjölskyldunni og vinum. Það eina sem var ekki jafn gott var að ég var fárveik á aðfangadag jóla og var svo öll jólin að jafna mig en var orðin þokkalega hress fyrir áramótadjamm. Við Sindri erum svo dugleg að taka myndir á myndavélarnar okkar svo að ég ætla að sýna ykkur einu myndina sem var tekin í heimsókninni. Sindri að skafa bíl móður sinnar í frostinu.

En nú er ég sem sagt komin heim, byrjaði á illustration (myndskreytingar-) námskeiði
hjá Saint Martins síðasta þriðjudag sem verður einu sinni í viku næstu 10 vikurnar. Sótti um eina vinnu í gær og er byrjuð að pæla í skólum til að sækja um í fyrir haustið.

mánudagur, janúar 03, 2005

Gleðilegt nýtt ár!